Kanada, Vancouver. Hárlokkar

Nú er hárið á mér loks að jafna sig eftir herfilega klippiútreið. Á St. Bart komst ónefnd hárgreiðsludama með skæri í mína löngu hárlokka og klippti ansi djarflega. Lokkarnir flugu af á methraða. Fyrir framan mig var enginn spegill en ég sá mér til mikillar skelfingar að hárhrúgan á gólfinu hækkaði ógurlega með hverri sekúndunni. Nú eru liðnar meira en 10 vikur og fyrst núna er hárið á mér aðeins að jafna sig. En það er enn nokkuð langt í land.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.