Kanada, Banff. Óhópmaður

Þótt klukkan sé bara að verða 17:00 hef ég þegar tekið 128 arbeygjur í dag. Yo!  Dagurinn hefur verið heldur tíðindalaus. Að vísu hefur mér verið boðin þátttaka í tveimur facebookhópum. Ég held að þessir tveir ágætu facebookgestgjafar sem töldu mig eiga heima í þessum félagsskap viti ekki að ég kann ekkert á facebook og nota það lítið.  En samt sem áður hef ég þegið boð beggja, af kurteisisástæðum. Fyrri hópurinn er eitthvað sem ágætur danskur vinur minn kallar Ólympíuleika póstnúmeranna. Þetta er 22 manna hópur karla sem ætla að hittast um miðjan ágúst og keppi í einhverskonar fjölþraut. Hljómar bara vel og ég er til í það.

Hinn hópurinn heitir eitthvað í líkingu við: Bækur sem þarf að þýða. Í honum eru 957 meðlimir, íslenskir. Í þessum hóp eiga einstaklingar að koma með tillögu að bókum sem vert væri að þýða á íslensku.

Ég verð ekki aktívur í þessum hópum. Ég er ekki hópmaður, ég er sólóisti. Ég geng einn, ég fylgi konunni með ljósið.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.