Kanada, Jasper. SMS áhyggjur

Í  dag hef ég setið í bíl í meira eða minna 8 tíma. Við keyrðum frá Banff til Jasper sem er síðasti áfangastaður okkar áður en við fljúgum ti Íslands.

Undir stýri bílsins var mér tíðhugsað til þess að ég hef haft kanadískt símanúmer síðustu 5 vikur í símanum mínum og danska númerið mitt hefur verið óvirkt. Ég fékk nefnilega tölvupóst frá dönskum félaga mínum sem sagðist hafa reynt að senda mér SMS síðustu daga og ég hafi í engu svarað. Því fór ég að hafa áhyggjur af öllum þeim SMS-um sem mér hafa ekki borist og kunna að geyma mikilvæg skilaboð.

Nú er ég byrjaður að skipuleggja Íslandsdvölina. Einn fastur liður kominn á dagskrá: Mánudagur 30. maí kl. 11:45, hádegisfundur á KEX með Hinu alhliða leikjafélagi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.