Espergærde. Politiken styður Ísland

Svona skrifar Politiken í dag.

“Kæra Ísland

Við ósk um ykkur alls hins besta. Danmörk er lítið land og veit kannski betur en nokkur önnur þjóð hversu mikla þýðingu góður árangur í íþróttum getur haft – bara ef íþróttin sem um er að ræða er ekki badminton. Þið eigið skilið að Evrópukeppnin verði ykkur ógleymanleg og við lofum að styðja ykkur 100%. Politiken er með ykkur og sá stuðningur getur haft afgerandi þýðingu. Við höfum til dæmist stutt Afríku í áratugi og þeir eru einmitt nú að ná tökum á hlutunum.

Við getum alveg viðurkennt að stuðningur okkar er ekki bara af því að þið eruð viðkunnanleg þjóð ektahipstera. Fögnuður okkar og hvatningahróp eru fyrst og fremst tilkomin vegna þess að með þessari Evrópukeppni eigið þið loksins möguleika á að borga  með einhverju sem er einhvers virði. Því sannast sagna hefur menningarinnflutningur ykkar til höfuðlandsins, sem þið eigið svo margt að þakka, verið meira en lítið glataður.

Við aðstoðuðum ykkur bæði við að koma á kristindómi og buðum upp á læknahjálp þegar mislingafárið herjaði hjá ykkur á 19. öld. Við komum því meira segja í kring að þið lærðuð   smám saman að taka ábyrgð á sjálfum ykkur.

Og hvað höfum við svo fengið í staðinn.

  • Lopapeysur sem manni klæjar geðveikt undan.
  • Litla, feita, hálfmongólska hesta með hlægilegt göngulag.
  • Nyhedsavisen (um það dagblað þarf ekki að ræða frekar).
  • Íslendingasögur sem virðast hafa verið skrifaðar til þess eins að vera eins konar fótakefli fyrir menntaskólanema sem kannski hefðu frekar átt að velja verklegt nám.
  • Björk, sem var spennandi í fimm mínútur, en hélt áfram að syngja í meira en áratug.
  • Fjármálakreppuna.
  • Eldgosið í Eyjafjallajökli og meðfylgjandi truflanirnar á flugumferð í Evrópu.
  • Skyr, súra og ógeðslega mjólkurvöru sem þurrkar munninn eins og sandstormur í eyðimörk.”

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.