Espergærde. Christo

Eftir tennisleik við nágranna minn, duglega manninn, Thomas, settist ég niður til að skoða listaverk búlgarska listamannsins Christo (fullt nafn Christo Javacheff). Leikurinn var harður, tók tvo klukkutíma og ég var þreyttur þegar ég kom heim. Því var svo upplagt að setjast í hægindastól með tölvuna og skoða verk Christo sem af einhverjum ástæðum hafði verið umræðuefni við eldhúsborðið í gær. Nýjasta verk hans er byggt á Ítalíu. Rétt fyrir utan Brescia (aust-norð-austur af Mílanó) er lítil eyja, San Paolo, úti stöðuvatninu Iseo. Christo hafði séð fyrir sér að ramma eyjuna inn og tengja eyjuna við meginlandið með göngubrú. Allt er byggt úr 200.000 loftfylltum plastkubbum sem eru svo hjúpaðir 75 ferkílómetrum af saffronlituðum plastdúk.  Brúin og ramminn á að standa í 16 daga og svo er verkið tekið niður.

The Floating Piers - Workers start to encircle the island of San Paolo with the first floating elements, April 2016
Hér er verið að ramma smáeyjuna San Paolo inn með fljótandi plastkubbum.

“Ég veit vel að þessi verkefni sem ég vinn að og set upp úti í heiminum eru bæði fullkomlega óskynsamleg og gagnslaus. Veröldin getur vel verið án þeirra, enginn þarfnast þeirra nema ég og kona mín Jean-Claude,” segir Christo.

c64887a5500274d0c61c1543d81b2be6
Göngubrú frá eyjunni San Paolo yfir til smábæjarins Sulzano.

Christo varð þekktur þegar hann plastpakkaði þinghúsinu í Berlín inn og plastumkringdi eyju úti fyrir Miami.

efa31aa82ffd355d6403e8a7d9059c2b
Lítil eyja rétt fyrir utan Miami.
2f3e136605c3a64834e387784fccb5b1
Þinghúsið í Berlín
f8f2c1d0555ed9971f94bf60b0a6ae14
Verkið tilbúið og fólk gengur út í eyjuna. 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.