Hér á skrifstofunni er allt á rúi og stúi enda erum við að flytja. Við flytjum úr 8 fermetrum yfir í 40 fm skrifstofu hinum megin við ganginn. Ég hef hvorki tíma til að skrifa hér á Kaktusinn né til að flytja. Satt að segja hef ég hef bara ekki tíma til neins ég er á bólakafi. Þó ætla ég að spila tennis klukkan 16:00 og sjá leikinn milli Íslands og Austurríkis klukkan 18:00, svo það má kannski segja að ég hafi merkilega forgangsröð í lífinu. En svona er það samt, leikurinn er hátt á mínum forgangslista. Að leika sér er góð skemmtun.
