Espergærde. Næsta stopp Würzburg.

Þótt viljinn sé fyrir hendi og ég sé brennheitur þá hef ég ekki fundið eina sekúndu til að skrifa hér á Kaktusinn. Hér fer fram hinn mikli undirbúningur undir Ítalíuferð. Það er að mörgu að hyggja. Hingað koma Kristín og Eiríkur og fá húsið lánað og húsið þarf að vera almennilegt. Og svo er EM og ég hef lofað sjálfum mér að slappa af og horfa á leikina og ekki hafa samviskubit yfir því.

En klukkan 05:00 í fyrramálið leggjum við í hann, við þurfum að vera í Suður-Þýskalandi klukkan 21:00 til að sjá leikinn milli Englands og Íslands og leiðin er löng. Við höfum pantað hótel rétt við borgina Würzburg og þar vonast ég til að geta séð leikinn.

Nú er kvöld og ég er búinn að pakka farangri út í bílinn og bíll er fullur ef bensíni. Nú fer ég að sofa.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.