Það er sunnudagur, fótboltadagur. Leikur Íslands og Frakklands í kvöld sem við sjáum uppi á Pizzicatobar. Í gærkvöldi fylgdumst við með Ítalíu spila á móti Þýskalandi, líka á Pizzi. Þótt leikurinn væri hálfdaufur lifnuðu hinir ítölsku áhorfendur við þegar vítakeppnin byrjaði. Fyrir framan sjónvarpið sátu í hálfhring um það bil tuttugu ítalir, sumir höfðu borð fyrir framan sig þar sem þeir höfðu hlaðið veitingum; kökum, brauði og drykkjarvörum. Hinar ungu konur í hópnum, því þær voru ungar, konurnar, sem fylgdust með leiknum. Allar fjórar höfðu klætt sig í sín bestu föt, eða að minnsta kosti voru fötin fín. Rauðir, þröngir kjólar, gulltöskur, perlutöskur, glimmertöskur, háir hælar, glimmerskór, gullskór. Öll gengu þau þó hálfhnípinn heim á leið í sparifötunum eftir leikinn.
Af skeggvexti mínum er það að segja að skeggið lengist. Það er meira segja sumir sem hafa tekið eftir því að ég hef skegg í andlitinu og það eru tíðindi. Ég legg mynd inn til að sýna framfarirnar.