Vico del Gargano. Ég hvítta

Frétt dagsins hlýtur að vera að stíflan í klósettinu er losnuð. Allt flýtur í gegnum rörin, líka vatnið sem nú fyllir brunninn við norðurvegg hússins. Mikill léttir.

Og í gær komu fyrstu danirnir til Vico. Sanne og Jónatan komu í gærkvöldi þreytt eftir ferðalag dagsins frá Kaupmannahöfn til Rómar og svo í bílaleigubíl frá Róm til Vico. Sanne bíður mikið snákaverkefni. En húsið hennar er “surrounded by snakes” eins og Pino kallar það. Nú er sérfærðingur í snákum frá Rodi búinn að gefa sitt álit og hann segir að hann hafi lyktarefni sem geti fælt snáka en fyrst þarf að finna bústaði snákana og setja lyktarefnið á þann hátt að snákarnir komast ekki aftur inn í holur sínar. Þetta virkar frekar flókið verkefni og Sanne er ekki alveg sannfærð því sennilega kostar þetta tölvert fé og fé á hún ekki. Í kvöld er Henrik, trommar og kærasti Sanne, væntanlegur ásamt tveimur börnum sínum.

Hér undir kvöld, þegar ég hafði lokið við að mála pizzaofninn barst sms í símann minn frá Páli Valssyni: “Komin á B&B í Pescara, til ykkar á morgun f hádegi svo nú þarf ég adressu, stefni ég á Vico del Gargano?”

Ups, nú þarf ég að flýta undirbúningi fyrir komu Palla og Nönnu. Það vantar nokkrar ljósaperur á neðri hæðina og svo þarf ég að skúra gólf áður en þau koma. Stress.

sanne og jonatan
Sanne og Jónatan á Pizzicato bar

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.