Vico del Gargano. Sveit lúðra

Þegar ég verð bæjarstjóri þá ætla ég að breyta bænum mínum í gleðibæ þar sem lúðrarsveit gengur  morgungöngu um göturnar í litla bænum og leikur lúðrarsveitarlög á meðan fólk vaknar og vinnur morgunverkin.

Hér í Vico er mikil hefð fyrir lúðrarsveitarmars. Alla hátíðardaga ganga prúðklæddar lúðrarsveitir um bæinn og leika létt og taktföst lög á meðan sveitin liðast um bæinn með fjórar yngismeyjar í fararbroddi.

IMG_8033
Sítrónurnar eru alveg að verða þroskaðar

Kaktusinn er dagbók. En þar sem hún er opinber, og daglegur lestur dagbókarinnar er meiri en ég hafði gert ráð fyrir, er ég lentur í þeirri klemmu að geta ekki skrifað um það sem mér liggur á hjarta. Síðasta sólarhring hefur nefnilega geysað hugarstormur innra með mér, en ekkert af því sem fer í gegnum mitt litla höfuð má opinbera. Ég er bundinn trúnaði við fleiri en einn og frá fleiri fylkingum. Þetta er klemma dagbókarritara á opnum vef og þetta er staða sem mér geðjast ekki að.

Í kvöld er borðtennismótið LaChiusaOpen 2016 hér hjá okkur. Þátttakendur eru 10 í ár. Núverandi meistari Númi  fær léttan andstæðing í fyrstu umferð, hina 11 ára Rósu Carstensdóttur.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.