Orte. Að kveðja

Í morgun keyrðum við af stað frá Vico, aftur til baka í norðurátt. Aftur á leið heim. Eftir 5 tíma keyrslu stoppuðum við í litlum bæ, Orte, rétt norður af Róm og náttum hér á litlu sveitagistiheimili sem lítur bara vel út. Hér er sundlaug og hér er sól. Allt gott.

Í gær höfðum við, 13 manna hópur leigt fínan bát, hálfgerða snekkju, og sigldum hálfan dag útifyrir Gargano skaga. Við komum um borð um tvöleitið, dóluðum úti fyrir ströndinni, hentum okkur í sjóinn, syntum og köfuðum. Sigldum lengra. Svo bauð skiptstórinn upp á hressingu: ávexti, Procecco, hvítvín og bjór á meðan við látum við akkeri og virtum fyrir okkur hina fínu Garganostrandlengju. Carsten, Søs og fjölskylda voru á bátnum. Sanne og Jónatan auk systur Sanne og manni hennar og barni. En þau komu í fyrradag. Systir Sanne er búsett í Englandi og þar reka þau hjónin veitingastað í Corwell. Ágætisfólk. Um hálfátta var svo aftur siglt í höfn.

IMG_8122
Sanne, Carsten, Jónatan, og Karl Emil á bátnum.

Það var með trega sem ég kvaddi LaChiusa í morgun. Þrjár vikur að baki í fullkomnum rólegheitum. Furðulegt nok hef ég ekki lesið mikið, ég glugga í bækur en les ekki mikið. Það er bara ekkert sem fangar leshuga minn þessa dagana. Ég les handrit, les ljóð… en ég er ekki í lesstuði. Ég hef verið duglegri að vesenast í kringum húsið eða sitja úti á svölum og reykja vindil.

En það sem vakti nokkra undrun hjá mér þegar ég vaknaði í morgun var að mig dreymdi minn gamla vin Hermann Björnsson aftur. Í annað sinn á fáum dögum. Mig sem aldrei dreymir Hemma. Nú var Hemmi í vandræðum sem hann vildi ekki almennilega trúa mér fyrir en gerði það þó eftir að ég hafði gengið á eftir honum. Hann sagðist vera í stórkostlegum vandræðum sem hann sæi bara ekki leið úr. Hann skuldaði 103 milljónir og allt það fé sem hann vann sem sér inn, sem forstjóri Sjóvár, fór í að greiða skuldir. Mér var ekki rótt og tókst á einhvern hátt að búa til heimasíðu þar sem ég vann mér inn 83 þúsund krónur á mánuði (tæpa milljón á ári) og þessir peningar runnu beint inn á bankareikning Hemma. Ég var þó enn dálítið uggandi þegar ég reiknaði út að það tæki 103 ár að borga skuldina með þessum hætti.

IMG_8136
Sundlaug í sveitinni

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.