Fiatone. Hin réttláta reiði

Ég hélt ég væri í skjóli. Farinn af hinni íslensku menningarsenu, lokið hlutverki mínu, gæti bara fimbulfambað baksviðs og enginn tæki eftir því. Ég hélt ég væri í skjóli í mínum góða ólífulundi og gæti  viðrað hugsanir mínar út í loftið. En svo kem ég til baka úr minni litlu skógarferð og tengi mig við alheiminn og hvað gerist? Það skellur á mig stormur, þrumur og eldingar! Ég er hundskammaður fyrir að  skilja ekki konur. Skrif mín um Ferrante séu langt frá því að vera framsæknar. Sannarlega hressandi skammir, blóðið streymir hraðar. Ég sé villu míns vegar. Ég hef farið óvarlega með orðin og hef algerlega unnið fyrir þessari réttlátu reiði. Hehe.

Hins vegar hafa kaktusnálarnar stungið nokkra íslenska bókaútgefendur og áhugamenn um líflega bókaútgáfu á Íslandi í puttana. Nokkrir hafa tekið undir orð mín að stóru forlögin tvö; Forlagið og Bjartur megi setja meira fjör í eigin dagskrá, meiri andargift og spönk í hlutina. Hér er semsagt hvatning úr ólífulundi. Meira fjör!

Annars er það af mér að frétta að við lögðum leið okkar til Písa í dag þar sem við vorum í nágrenninu. Hann er skakkur turninn, ég get staðfest það. Yo!

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.