Fiatone. Tónar örvæntingar og reiði

Ég er vaknaður, enda hlaup framundan. Klukkan er ekki orðin sjö og ég er klæddur í gula hlaupasokka. Söngurinn sem hljómaði í höfðinu á mér þegar ég opnaði augun kom úr nokkuð óvæntri átt. Einar Örn Benediktsson hrópaði við undirleik Purrks Pillnikks: „Loftið fyllist af … tónum örvæntingar og reiði… þeirra…“

Hlé.

Ég er kominn til baka, sveittur og þreyttur. Hlaupin gengu vel, upp og niður brekkuna og nýtt hraðamet var slegið. Ég hef bætt tímann frá fyrsta degi um 3 mínútur og 22 sekúndur. Dong.

Hingað er von á gestum, satt að segja óvæntum. Færch-fjölskyldan er á leiðinni hingað. Við þekkjum þau ekkert sérstaklega vel en þau heyrðu að við værum hér í Fiatone og þau voru líka á Ítalíu svo þau ætla að kíkja við í dag. Í kvöld kveikjum við upp í pizzaofninum og bökum 12-15 pizzur. Við verðum 13 í mat og sumir eru átvögl.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.