Fiatone. Yo.

Enn sit ég úti á stétt með minn litla kaffibolla. Bíllinn er fullfermdur og eftir 5 mínútur leggjum við aftur af stað. Enn í norður. Ég virði fyrir mér rosmarínrunna sem er svo fallega grænn hérna í brekkunni fyrir ofan húsið. Ég velti fyrir mér hvernig appelsínutrén okkar í LaChiusa hafi það. Sé að það á að rigna á þau á þriðjudaginn. Það er gott.

Veran hér í norðurhluta Toscana hefur verið ánægjuleg í meira lagi. Ekki þar með sagt að ég hafi afrekað svo margt, en ég hef notið þess að láta sólina skína á skallan á mér á meðan ég dúlla mér við mismerkilega hluti. Yo.

IMG_8204

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.