Chamonix. Á húsþaki

Eitt af því leiðinlegra sem maður lendir í er að hlusta á fólk segja frá næturdraumum sínum. Eins getur verið hin mesta raun að lesa drauma í skáldsögum. En samt held ég að draumar segi ansi mikið um dreymandann, hvað hann óttast og hvað hann óskar sér. Sigmund Freud er sammála mér, veit ég. Eða ég sammála honum.

Ég ætla ekki að segja frá draumum mínum þótt mér þyki þeir merkilegir (sennilega sá eini í heiminum) en ég get ekki neitað mér um að segja að í nótt var ég skotinn. Fjöldamorðingi gekk berserksgang og skaut á mannsöfnuð upp á húsþaki og þar var ég með Davíð. (Ég man að ég sá Árna Óskarsson, afmyndaðan í andlitinu af ótta,  á flótta í manngrúanum). Ég lagðist ofan á Davíð þegar ég sá mann með byssu og svo skaut hann mig í bakið.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.