Espergærde. Öll þessi keyrsla

Hann var langur bíltúrinn frá Chamonix og alla leið heim til Espergærde í fyrradag. Sextán tíma ferðalag. Við vorum lögð af stað 6:50 og komum til Espergærde 23:50. Það söng í hausnum á mér eftir alla þessa keyrslu.

Í dag byrjaði svo vinnan.

Ég er ekki í stuði til að skrifa í dagbókina í dag. Ég er hálftómur eftir daginn. Meiri vitleysan að þurfa að vinna. Klukkan er 20:30. Hér fyrir framan mig æfir hinn ungi Númi á gólfinu, ber að ofan, armbeygjur, magaæfingar. Sá er orðinn sterkur.

Davíð undirbýr myndasýningu frá sumarfrínu fyrir bekkinn. Hann nennir því ekki og reynir að fá alla í fjölskyldunni til að hjálpa sér, bæði með Power Point og textagerð. Á meðan sit ég hér inni í stofu og skrifa og Sus er inni í eldhúsi að búa til holla proteinbita. Hún vill fara í hollustukúr eftir alla óhollustuna í sumar. Þetta er sem sagt staðan.

Meira á morgun. Ég ætlaði nefnilega að segja frá sérkennilegu atviki sem ég lenti í á veitingastað í París nú fyrir nokkru.

 

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.