Espergærde. 11 kls. kappleikur

Ég er á lífi eftir allt saman. Laugardagur með Heste-derby 2016 var þolraun sem ég komst í gegnum. 11 klukkutíma kappleikur! Frá klukkan 14:00 til klukkan 01:00 keppti ég í 15 mismunandi keppnisgreinum (og fór aldrei á hestbak) á móti 19 öðrum karlmönnum. Ég þekkti bara gestgjafann. Ég vann ekki.

Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að mér hafi fundist gaman. Að keppa er alltaf góð skemmtun, en í þessum tuttugu manna karlahóp vorum við tveir nýir, ég og Yngve. Hinir virtust þekkjast frá því í „gamladaga“. Og eins og oft er með slíka hópa voru þeir ekki sérlega opnir fyrir okkur nýju drengjunum tveimur. Svo við vorum hálfutanveltu, ég og Yngve. Þannig.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.