Espergærde. Bankabókin tæmd

Heimurinn varð ekki skrítnari og heldur ekki mikið stærri við kynni mín af hinni góðu skáldkonu Nell Zink. Ég sótti hana til Kastrup í gær og eyddi deginum með henni, eins og það er kallað. Hún er ekki ein af þeim persónum sem ég á aldrei eftir að gleyma. Hún er fín, sérkennileg og skemmtileg á sinn hátt. Í mínum huga er hún eiginlega kona sem ber þess merki að  hafa búið lengi ein. Hún er típan sem pirrar sig á því að vatnsbunan úr hótelsturtunni er of mjó.

Eins og síðustu daga er of mikið að gera hjá mér og ég hef ekki tíma til að skrifa hér. Er á leið inn í bæinn á fund með hinu ágæta Mofibo fólki. Nú ætla ég að skrúfa upp viðskiptin, fá fleiri peninga til að streyma hingað frá bankabók Mofibo. Hehe.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.