Espergærde. Aktion ekki aktion.

Helgin að baki og enn er maður sestur niður við skrifborðið á kontórnum. Sama hringekjan.

Ég náði ekki að skrifa í dagbókina um helgina og ég velti fyrir mér hvað ég hef tekið mér fyrir hendur. Ég veit að á laugardagsmorgun byrjaði dagurinn úti á tennisvelli; tennisleikur  (tvíliðaleikur) við duglegu hjónin (við unnum). 1,5 kls. Þar á eftir tekið til og safnað saman umbúðum utan af IKEA húsgögnum. Hádegismatur. Síðan spiluðum við Númi tennis. Númi er í þjálfun og hann hefur sex mánuði til að verða betri en ég. Nú  vinn ég hann 6-0 eða 6-1 (2 tímar í tennis). Þar á eftir keyrði ég til Skibstrup (SORPA) með IKEA umbúðir. (1 kls.) Kvöldmatur undirbúinn,  grillaður og við borðuðum úti í garði enda frábært veður. (3. kls.). Kvöld. Las.

Sunnudagur. Morgunn byrjar með löngum göngutúr út í Kellerup þar sem ég næ í próförk, geng niður til Louisiana og þaðan eftir ströndinni heim (3 kls.). Eftir hádegi: tveggja tíma tennis með Núma. Þjálfun. Klukkan fjögur sá ég leik FCK og Brøndby (1,5 kls) í tölvunni minni. Kvöldmatur undibúinn og grillaður. Hellirigning úti svo við borðuðum inni. Kvöld með rigningu. Las Politiken og JyllandsPosten.

Svona hefur líf mitt verið um helgina. Svo sem ekki mikil aktion.

Ég hugsaði oft um það á heimsreisunni, síðasta vetur, að setja nokkra hluti í gang. Ég hugsa stöðugt, en ég ýti skipunum ekki úr vör. Ég hika.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.