Espergærde. Til bókamessu

Hó. Fer í skónna eftir augnablik. Er á leið til bókamessu í Gautaborg verð á messunni í dag en kem aftur heim á morgun. Við keyrum til Gautaborgar.  Það er tveggja tíma keyrsla.

Gleðilegustu tíðindi gærdagsins voru að mér tókst að ráða niðurlögum tölvuvíruss sem hefur gert líf mitt og tölvunnar ansi leitt. Í raun frábærar fréttir og stórkostlegur léttir fyrir mig.

Las í gærkvöldi bók sem kemur út í haust á Íslandi eftir Friðgeir Einarsson. Las fyrstu kaflana í gær, bókin lofar góðu. Ég hef aldrei fyrr heyrt minnst á Friðgeir en það er sennilega langri fjarveru minni að kenna.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.