Espergærde. Lærlingur

Það var mikil svartsýni ríkjandi á bókamessunni í Gautaborg. Á göngum bókamessunnar hitti ég marga sem ég hef þekkt úr bransanum í lengri eða skemmri tíma. Gestir messunnar í Gautaborg eru fyrst og fremst frá útgefendur frá Norðurlöndunum. Flest samtöl snerust um þá krísu sem virðist herja á bransann hvarvetna í heiminum. Satt að segja fylltist ég efasemdum um framtíð bókaútgáfunnar eftir að hafa spjallað við kollega mína.

Í dag og alla þessa viku höfum við gest í vinnunni. Tobías er í 9. bekk og hefur fengið lærlingsstarf hjá okkur. (sjá mynd) Hann á að sjá um heimasíðuna okkar og kannski facebook. Allir 9. bekkingar í Espergærde eiga að finna stað þar sem þeir geta unnið í eina viku. Númi hefur fengið starf hjá fyrirtæki sem heitir 21-5 og rekur sumarhús í Evrópu. Hann var hálfkvíðinn í morgun að fara af stað inn til Rungsted þar sem skrifstofa fyrirtækisins er.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.