Það var mikil svartsýni ríkjandi á bókamessunni í Gautaborg. Á göngum bókamessunnar hitti ég marga sem ég hef þekkt úr bransanum í lengri eða skemmri tíma. Gestir messunnar í Gautaborg eru fyrst og fremst frá útgefendur frá Norðurlöndunum. Flest samtöl snerust um þá krísu sem virðist herja á bransann hvarvetna í heiminum. Satt að segja fylltist ég efasemdum um framtíð bókaútgáfunnar eftir að hafa spjallað við kollega mína.
Í dag og alla þessa viku höfum við gest í vinnunni. Tobías er í 9. bekk og hefur fengið lærlingsstarf hjá okkur. (sjá mynd) Hann á að sjá um heimasíðuna okkar og kannski facebook. Allir 9. bekkingar í Espergærde eiga að finna stað þar sem þeir geta unnið í eina viku. Númi hefur fengið starf hjá fyrirtæki sem heitir 21-5 og rekur sumarhús í Evrópu. Hann var hálfkvíðinn í morgun að fara af stað inn til Rungsted þar sem skrifstofa fyrirtækisins er.