Sunnudagur. Sólardagur. Við Davíð höfum gert allt skínandi hreint. Ryksugað og skúrað gólf. Allt ilmar af sápu. Vinkona okkar, sú argentínska Buika, leikur lögin við vinnuna.
Við fórum snemma í háttinn í gær, við Daf. Adam vinur Núma var í heimsókn. Þeir félagarnir voru inni í sínu unglingaherbergi og spiluðu músik, svo við Daf háttuðum okkur bara og lögðumst upp í rúm. Lágum saman í myrkrinu, einir í svefnherberginu á efri hæðinni og hlustuðum sama á nýjustu plötu Nick Cave. Dapurlega rödd Caves vaggaði okkur í svefn. Ég veit ekki hvor okkar sofnaði á undan ég eða Daf.
Sus kemur frá Noregi í dag, allir hlakka til.