Espergærde. Cave syngur vögguvísur

Sunnudagur. Sólardagur. Við Davíð höfum gert allt skínandi hreint. Ryksugað og skúrað gólf. Allt ilmar af sápu. Vinkona okkar, sú argentínska Buika, leikur lögin við vinnuna.

Við fórum snemma í háttinn í gær, við Daf. Adam vinur Núma var í heimsókn. Þeir félagarnir voru inni í sínu unglingaherbergi og spiluðu músik, svo við Daf háttuðum okkur bara og lögðumst upp í rúm. Lágum saman í myrkrinu, einir í svefnherberginu á efri hæðinni og hlustuðum sama á nýjustu plötu Nick Cave. Dapurlega rödd Caves vaggaði okkur í svefn. Ég veit ekki hvor okkar sofnaði á undan ég eða Daf.

Sus kemur frá Noregi í dag, allir hlakka til.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.