Espergærde. Baráttan fyrir kjalþræði

Fimmtudagur, tennisdagur. Var mættur klukkan 08:00 á tennisvöllinn.

Það er smástress á mér. Þarf að klára að lesa sænska bók fyrir klukkan 14:00 þar sem ég er að hugsa um senda tilboð í danska þýðingarréttinn á bókinni og fresturinn rennur sem sagt út klukkan tvö.

Sá að skáldið Gyrðir Elíasson hefur sent frá sér smásagnasafn. Ég ætlaði að kaupa e-bókina á netinu en Íslendingar eru ekki komnir svo langt í e-bókarvæðingu að bókin fáist í þeim búningi. Kannski á bókin aldrei eftir að koma út sem rafbók, það kæmi mér ekki á óvart. Ef ég man rétt var Gyrðir manna harðastur í að bækur skyldi sauma í kjölinn, ekki fræsa. Ekki veit ég hvort það hjálpar einhverjum. Rafbækur hafa ekki kjalþræði svo sennilega hefur skáldið ekki áhuga á rafútgáfu á bók sinni.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.