Espergærde. „Feita, ógeðslega kelling.“

Ég komst ekki til að skrifa í gær  í Kaktusdagbókina. Hér hef ég gest gangandi á heimilinu, gest frá Indlandi, og sem gestgjafi get ég ekki bara sest niður og byrja að hamra á hnappaborð tölvunnar minnar. Hinn indverski bókaútgefandi er ekki krefjandi á neinn hátt. Hún er hæglát og kurteis. Hún er á leið til Frankfurt eins og ég, en ákvað að vera nokkra daga í Danmörku áður en hún héldi áfram för sinni til  bókamessunnar.

Garðvinnan hefur líka tekið sinn toll. Á meðan gestur okkar var í bæjarskoðun inni í Kaupmannahöfn mokaði ég mold og steinum. Frá því snemma í gær og þar til við borðuðum kvöldmat gekk ég um í garðinum. Ég er langt kominn með garðverkefnið. Ætti að klára það á 2 dögum.

Á föstudaginn kom ég seint heim frá vinnu. Það var farið að rökkva þegar ég hjólaði heim á leið. Á götuhorni sá ég útundan mér að fjóra pilta í bíl, ég heyrði að þeir hrópuðu eitthvað út um opna bílglugga. Þegar ég kom nær áttaði ég mig á að þeir hrópuðu að hjólreiðakonu sem hjólaði yfir götuna fyrir framan bílinn þeirra.
„Hvar eru ljósin, feita, ógeðslega kelling.“ (Hvor er dine lygter, du fede, klamme kelling. Lyger getur líka skilist sem brjóst.)

Það fór ekki á milli mála að konunni var brugðið. Þótt hún svaraði engu sá ég greinilega á henni hvað henni sárnuðu köll drengjanna.

Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér að heyra slík hróp á eftir ókunnugu fólki. En satt að segja verð ég að viðurkenna að mér hefur verið hugsað til þessarar feitlögnu, ungu konu um helgina. Af hverju dettur einhverjum í hug að senda svona niðurlægjandi ónot á eftir mannskju sem fyrir tilviljun á leið hjá.  Það er til vonska, líka hér í mínum litla, friðsæla bæ við hafið.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.