Espergærde. Bein braut með hringekju

Aftur í Espergærde eftir stutta heimsókn í Horsens þar sem við skildum strákana eftir hjá afa og ömmu. Það eru haustfrí þessa vikuna í skólanum.  Seinna í dag flýg ég til Frankfurt og enn á ný skal ég taka þátt í hringekju bókamessunnar. Ég hlakka ekki til en ég veit að þegar maður er kominn á staðinn og hefur hoppað um borð og sest á sinn hringekjuhest þá er ekki leiðinlegt. Eftir öll þessi ár þekkir maður marga góða og skemmtilega bókaútgefendur. Vandinn er bara að manni finnst stundum eins og messuhringekjan fari sama hringinn aftur og aftur, en það getur nú varla verið, því ég hef bara áhuga á að fara framávið og upp. Mitt áhugamál er ekki að hjálpa heiminum að halda áfram að snúast í hringi, ég vil komast áfram.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.