Frankfurt. Frankfurt

Morgunmatur á hótel Pure i Frankfurt. Hér sit ég meðal hótelgesta og borða morgunbeikon og egg. Hér við árbítsborðið, sem hlaðið er brauði, osti, ávöxtum og öðru morgungóðgæti, sitja að minnsta kosti tuttugu aðrir gestir og flestir virðast vera hér í tengslum við bókamessu. Allt í kringum mig er talað um bækur og kvöldveislur.

Klukkan hálftíu byrja svo fundarhöldin. Ég sest á móti umboðsmönnum sem kynna bækur sínar. Ég hef prófað að sitja hinum megin borðs og reynt að selja þýðingarrétt á íslenskum höfundum. Það er ekki sérlega auðvelt að selja íslenskar bækur til útlanda ekki frekar en finnskar bækur. Ég ákvað þó fljótlega að betra væri að fá umboðsmenn fyrir höfunda mína en ég, amatörinn, stæði fyrir sölu. Það voru góðir umboðsmenn sem tóku við höfundunum. Sjón og Kalman hafa enn þá sömu umboðsmenn og tóku að sér réttindasölu fyrir mig fyrir mörgum árum. Stoltastur var ég þó af að fá sama agent fyrir einn af höfundum mínum og sá um réttindasölu fyrir Ishiguro og McEwan. Það samstarf gekk því miður ekki.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.