Helgin og hinar íslensku Alþingiskosningar að baki. Ég hef ekki fylgst sérstaklega vel með íslenskri pólitík en það er allmerkilegt að sjá að Samfylkingin hefur bara 3 þingmenn og Pírataflokkurinn er orðinn þriðji stærsti flokkur landsins.
Ég hef ekki náð tenglsum við stefnuskrá Pírataflokksins, hef reynt nokkrum sinnum að átta mig á hvað flokkurinn vill án þess að fá sérlega skýra mynd af því. Það er vandi íslenskra stjórnmála. Ansi margir benda á það sem því finnst ekki gott, jafnvel hvað hin og þessi persóna í stjórnmálum sé hæfileikalaus og hlægileg. En það eru fáir sem hafa góðar hugmyndir og berjast fyrir þeim með hug og hjarta. Stuðningur við Pírataflokkinn sýnir svo skýrt hvað stjórnmál eru grafin djúpt niður í hjólför sem væri gott að komast upp úr og beygja inn á nýjar brautir.
Ég náði heldur aldrei sambandi við skáldskap Birgittu Jónsdóttur. Hún var dugleg að kynna listaverk sín fyrir mér þegar ég vann við að gefa bækur út á Íslandi. Ég fékk nokkur af handritum hennar til yfirlesturs með útgáfu í huga. Við skáldskapur Birgittu fundum ekki hvort annað. Skáldið sjálft var ekkert nema vinsamlegheitin og kurteisin þegar hún fékk að vita að ég vildi ekki gefa út.
Helgin var annasöm. Garðprójektið er á lokametrunum og ég var meira eða minna úti í garði bæði laugardag og sunnudag á milli þess sem ég keppti í fótbolta við Gladsaxe, fór á tennisæfingu og tók þátt á svokallaðri foreldraveislu með foreldrum barnanna í bekknum hans Davíðs á laugardagskvöldið.
Í dag er 31. október, afmælisdagur Páls Valssonar. Afmælisveislur Palla voru bestu afmælisveislur æsku minnar. Nú er það ekki lengur amma Hermína (hét hún það ekki?) sem kemur færandi hendi, með poka fulla af sælgæti í afmælisveisluna.