Espergærde. Líflegur bær

Dögum saman hef ég velt fyrir mér stöðu ljóðsins. Nei, það er ekki rétt, ég hef ekki leitt hugann að ljóðum undanfarna daga. Ég hef afturámóti velt fyrir mér hvað ég get gert til að bæta lífið hér í mínum litla bæ. Hér er gott að búa og ég vil leggja mitt af mörkum til að gera bæinn enn betri.

Í Espergærde búa 13.000 manns. Hér er verslunarmiðstöð með góðum verslunum, hér eru góðar samgöngur með lest til Kaupmannahafnar, hér er einn góður veitingastaður sem sinnir jazzáhugamönnum vel með mánaðarlegum tónleikum þar sem bestu tónlistarmenn Danmerkur leika og syngja. Hér er baðströnd og skógur. Hér er bókasafn, leikfélag, barnaskólar, menntaskóli og kvikmyndahús við bæjarmörkin. Hér er arfaléleg bókabúð, hér eru vondir skyndibitastaðir, hér er ekkert kaffihús. Ég veit ekki hverju ég ætti að bæta við upptalninguna. Hvað vantar til að gera þennan bæ líflegri?

Já, garðverkefnið hélt áfram í gær. Í regni og kulda keyrði ég tréspænir í beðin til að koma í veg fyrir að illgresi vaxi milli blómanna í vor.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.