Espergærde. Fullorðið fólk

Merkisdagur. Afmælisdagur Núma sem er orðinn 15 ára gamall. Tíminn flýgur áfram og bráðum verða öll börnin mín fimm fullorðin.

Það var vaknað eldsnemma í morgun hér á Söbækvej til að drekka afmæliskaffi með Núma og til að afmælisdrengurinn hefði tækifæri til að opna afmælispakka áður en hann færi í skóla. Hann var glaður unglingurinn eins og alltaf, enda skapgóður.

Nú er ég á leið inn til Kaupmannahafnar því bókamessan hefst í dag og ég verð á mínum kynningarbás frá morgni til kvölds, tala við bókelskandi gesti og sel bækur. Ég hef því ekki tíma til að skrifa hér í Kaktusinn.

img_8584
Kynningarbás Hr. Ferdinand, hannaður af íslensku auglýsingastofnni DYNAMÓ REYKJAVÍK

Annars hreyfi ég mig eins og gamall maður í dag eftir fóboltaæfinguna í gærkvöldi. 90 mínútna fótbolti á fullri ferð tekur á.

ps. fékk skilaboð í gær frá París. Þann 23. nóvember milli klukkan 09:00 og 13:00 á ég að taka á móti manni á adressunni: 82, Rue des Tournelles 75003 Paris. Hjartað slær.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.