Espergærde. Sumar Stuðmanna

Alla helgina hef ég staðið og selt bækur. Bókamessan í Kaupmannahöfn er stór bókamarkaður þar sem forlögin kynna bækur sínar og selja. Frá því klukkan 9 til klukkan 18 stendur maður á sínum bás og lokkar fólk til að kaupa bækur. Það koma 35000 gestir til að kynna sér það sem efst er á baugi inni í Bella Center og það eru bókaáhugi sem sameinar þetta fólk.

Það er ekki leiðinlegt að vera bóksali og helgin líður hratt. En þetta er heldur einhæft og maður er glaður þegar þessi árlega bókamessa er að baki.

Í minni einustu pásu í gær settist ég niður á bekk við eitt af mörgum upplestrasviðum bókamessunnar með samloku sem ég hafði keypt og las tölvupósta sem mér höfðu borist um helgina. Ég skemmti mér konunglega yfir sendingu frá Palla Vals þar sem hann lýsti frá sínu sjónarhorni sumrinu þegar ég var feitur og ég skrifaði um á föstudaginn:

… Ég var þá í sveit og kom eina helgi í bæinn, þetta var sumarið þegar Stuðmannaplatan kom út og  var í algleymingi, lög af henni ómuðu út um allt og í hausnum á manni,  við Hemmi Björns komum að heimsækja þig í sjoppuna og nutum góðs af í  sælgæti. En ég man að áður en við hittumst var ég að ganga Safamýrina og  hitti Óla Trausta, sem bjó í Hallgrímsblokk, sem sagði við mig: Ertu 
búinn að sjá Snæja? Hefurðu séð hvað hann er orðinn feitur? Þetta er mér 
minnisstætt því ég varð hissa og svo fór ég upp á skólavöll þar sem þú 
og fleiri voru í fótbolta og sá að hann hafði lög að mæla: Þú varst 
orðinn feitur! Hafðir bætt allsvakalega á þig þessa sumarmánuði og var 
mjög fyndið.“

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.