Espergærde. Mr. Jógi

Ég mætti seint á skrifstofuna í dag, klukkan að verða níu. Ég hef verið í mínum fyrsta jógatíma og ég er þreyttur. Jógiðkun er ekki náttúrleg fyrir mig og ég nota töluverða orku í allar hreyfingarnar. En þetta er örugglega gott fyrir minn stífa kropp. Við erum tveir karlar, ég og Lars minn góði nágranni, og svo sex konur sem hafa bara mýkri kroppa. Við tveir erum eins og spýtur.

Mér finnst ekki gott að koma þegar liðið er á morguninn á skrifstofuna. Mínir bestu stundir eru einn í myrkri, með dregið fyrir glugga, tónlist og aðeins ljósið frá tölvuskjánum sem lýsir upp rýmið. Svo hefur þetta alltaf verið, líka þegar ég hafði skrifstofu í Reykjavík á Bræðraborgarstíg. En nú er albjart og hér eru allir mættir til vinnu. Óli og Majse ganga fram og til baka til prentarans segja mér að skrúfa upp fyrir músikina. Jesper kemur, heilsar upp á mig og stríðir mér á jógaþjálfuninni. Við fáum okkur kaffi saman og ég segi honum frá fótboltaæfingunni í gær.

Í gær hitti ég manninn sem býður upp á gítarkennslu, eða þjálfun í grunnhljómum flamingótónlistar eins og hann kallar þjónustu sína. Við höfum einu sinni hist áður fyrir utan tennisvellina þar sem við horfðum saman á tennis. Í gær beið hann eftir strætó og reykti sígarettu þegar ég gekk framhjá. Ég heilsaði manninum sem er nokkuð eldri en ég: Hann heilsaði mér og ég spurði hann hvernig honum gengi að fá nemendur. Hann hló og horfði niður fyri sig.

„Ég hef einn nemenda…  hafði… Hann byrjaði í fyrir tveimur vikum,“ sagði hann svo.
„Já,“ sagði ég hvetjandi.
„Í síðustu viku mætti hann ekki. Hann er dáinn… Hann dó um helgina, frétti ég.“
Ég stóð þarna fyrir framan svo að segja ókunnugan mann og vissi ekki hvað ég átti að segja. Dauðinn er ekki létt umræðuefni.

Myndin hér af ofan fann ég í gamalli tölvu. Mér finnst þetta svo flott mynd af þremur af strákunum mínum.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.