Kastrup. Einbeitingin

Sit hér í Kastrup leið til Íslands. Enn einu sinni. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hefði breyst hefði ég aldrei flutt til Danmerkur. Í hvaða átt líf mitt hefði þróast. Ísland hefur það fram yfir Danmörk að allt er léttara, miklu styttra frá hugsun til athafna og það á vel við mig.

Las grein í Politiken í gær að smartphones séu að minnka hæfileika manna til að einbeita sér. Hjá meira en helmingi þeirra sem eiga smartphones, líður að meðaltali minna en 10 mínútur milli þess sem þeir tjékka á símanum sínum. Að lesa lengri texta er orðið vandamál fyrir marga sem áður áttu létt með það. Nú les fólk Favebooktilkynningar og netfréttir sem eru níu línur. Ungur maður sem ég þekki ákvað í gær að skipta út sínum elskaða iPhone fyrir gamlan Nokia síma til að reyna að endurheimta gamla einbeitingarhæfileika. Ég er að hugsa að gera það sama.

Myndin hér að ofan er hluti af kápuþróunarverkefni. Flott kápa, va?

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.