Espergærde. Hittumst í Rungsted

Hinn stóri fundardagur, hugsaði ég með mér þegar ég klæddi mig (með erfiðismunum) í sokkana eldsnemma í morgun. Ég fékk hringingu frá einum af kunningjum mínum hér í Danmörku fyrir nokkrum dögum sem spurði hvort við Sus gætum hitt hann og félaga hans í dag. Í hádeginu. Jú, það gátum við og við sömdum um að þeir félagarnir kæmu hingað upp á lestarstöðina klukkan hálfeitt.

Í gærkvöldi kom SMS frá kunningja mínum: „Verðum við ekki örugglega einir á skrifstofunni hjá þér á morgun. Ég vil ekki að neinn verði vitni að samtali okkar.“ Ég svaraði að við yrðum ekki einir, Jesper væri örugglega á skrifstofunni en það skipti engu máli. Hann hefði engan áhuga á því sem við töluðum um. Nú kom annað SMS: „Við verðum þá að flytja fundinn. Hittumst í Rungsted.“

Ég veit svo sem ekki hvert þetta stóra leyndarmál er en við Sus förum til Rungsted á fund.

Gleymdi að segja að við réðum mann til vinnu í gær. Skrifuðum undir ráðningarsamning við sölustjóra PeoplesPress. Bent. Ég er ekki sannfærður um að þetta sé rétt skref fyrir Hr. Ferdinand, eða mannkynið, en þetta er tilraun til að bregðast við erfiðari markaði með minnkandi sölu. Nú fáum við reyndan mann til að stýra sölunni hjá okkur.  Hann byrjar  þann 2. janúar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.