Espergærde. Svartur sendibíll

Ég hafði séð fyrir mér að svartur sendibíll biði okkar í Rungsted í gær þegar við mættum til fundar við kunningja minn. Hann var svo ákveðinn í að enginn mætti heyra það sem færi á milli okkar að ég hefði ekki orðið hissa þó að fundurinn færi fram aftan í gluggalausum sendibíl. En svo var nú ekki. Kunningi minn tók vel á móti okkur og leiddi okkur inn á Sticks & Sushi veitingastaðinn niður við bátabryggjuna. Það er aldeilis flottur veitingastaður.

Og erindið var svo sem ekki æsandi, að minnsta kosti ekki fyrir mig. Hann langaði að stofna bókaforlag – hann hefur hugmyndir, kunningi minn – og vill fá okkur með í slaginn. Nei. Ekki fleiri bókaforlög fyrir mig takk, var mitt svar.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.