Espergærde. Það er ekkert að

Vorið 2007 kom Linn Ullmann akandi með manni sínum og dóttur til Farö. Farö er sænsk eyja suðaustur af Stokkhólmi þar sem Ingmar Bergmann  hafði byggt heimili sitt og bjó stærstan hluta ævinnar. Eiginmaður Linn Ullmann, rithöfundurinn Niels Dahl, keyrði bílinn og dóttirin, Eva,  sat í aftursætinu og horfði á teiknimynd. Ég veit ekki hvaðan þau komu en ég geri ráð fyrir að þau hafi keyrt frá Osló þar sem þau bjuggu. Af og til á leiðinni stoppaði maðurinn hennar bílinn og lagði höfuðið á stýrið.
„Hvað er að?“ spurði Linn manninn sinn.
„Það er ekkert að,“ svaraði hann.

Þegar ég las þetta samtal setti ég sjálfan mig í spor eiginmannsins og ímyndaði mér að Sus sæti í farþegarsætinu. Ég komst fljótt að því að þessi sena væri ekki möguleg í  lífi okkar. Ég mundi aldrei stoppa bíl „af og til“ í langferð og leggja höfuðið á stýrið. Þar að auki mundi ég aldrei komast upp með að svara – ef ég legðist með höfuðið af og til á stýrið í langferð – að ekkert væri að.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.