Espergærde. Taskan mín

Ég á ágæta leðurhliðartösku sem ég nota daglega til að flytja hluti í. Einhvern veginn safnast saman alls konar dót í töskunni minni. Ég er ekki nógu duglegur að tæma hana. Í morgun þegar ég var einn á róli í myrkrinu og vantaði litlu bleiku minnisbókina mína náði ég í töskuna til að athuga hvort minnisbókin leyndist þar. Það var tilefni til tiltektar.

Í töskunni var:
Bleik minnisbók
Bæklingur frá Hanser Verlag (frá bókamessunni í Frankfurt)
Katalogur frá Stock útgáfunni frönsku (frá ferð minni til Parísar í nóvember)
Bæklingur frá Norstedts (frá bókamessunni í Gautaborg)
Vindill sem ég keypti í Vico del Gargano sumarið 2015.
Eldspýtustokkur merktur Pigalli hótelinu í Gautaborg (frá bókamessunni í Gautabog 2016)
Eldspýtur frá Hotel Brufani Palace, Perugia
3 Pilot pennar (0,4 mm) (uppáhaldið mitt)
Penni merktur hóteli í Ochsenfurt (júni 2016)
Penni frá SAS flugfélaginu (ég stel pennum í tugatali ár hvert)
Penni frá Pure hóteli í Frankfurt
Lyklakippa án lykla (verðlaun frá kappleik við franskt fótboltalið)
Parísarkort (frá ferð minni til Parísar)
Gleraugu (styrkur 2,0)
Harður diskur 1TB (backupdiskurinn minn)
Reikningar til greiðslu í þessari viku
The Buried Giant, Kazuo Ishiguro (sem ég hef alltaf við höndina)
The Whisler, John Grisham (agentinn sendi mér bókina, ég er ekki búinn að lesa)
3 plast tannstönglar í plastpoka
Hleðslutæki fyrir iPhone
iPad (ég lagði iPadinn í töskuna í morgun)
2 evrur (mynt)
Fylling í penna (afgangur af ónýtum penna)
Blýantur (gulur Pluto)
Bréfaklemma (byrjuð að ryðga)
Ga-Jol pakki. (Gulur klassískur Ga-Jol)
Tómur bréfpoki merktur Arnold Busck
Nafnspjöldin mín. (Snæbjörn Arngrímsson, publisher)

Nú er hér ungur drengur í heimsókn. Marcel vinur Davíðs gisti í nótt og nú sitja þeir og spila tölvuleik. Númi vinnur að skólaverkefni inni í eldhúsi og Sus tæmir skúffur í eldhúsinu, undirbýr niðurrif eldhússins. Klukkan tólf eigum við Númi pantaðan tíma á tennisvellinum. Síðast vann Númi (í fyrsta sinn) svo nú er runnin upp stund hefndarinnar.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.