Hann: Ég trúi á Guð, algerlega, en ég fer ekki fram á að skilja. Guð er þar sem músikin er. Ég held að hin stóru tónskáld miðli sínum skilningi á Guði. Ég er ekki að rugla einhverja vitleysu. Í mínum huga er Bach …
Hún: En einu sinni varstu fullur efa.
Hann: Ekki um Bach.
Hún: Nei, en þú hafðir efasemdir um Guð.
Hann: Öll sú della er horfin. Hún er horfin burt. Ég get setið hérna úti… umvafinn himni og jörð og fundið fyrir… nálægð.