Espergærde. Besti listinn

Ég var bara að átta mig á því fyrir nokkrum sekúndum að í dag er síðasti dagur ársins. Mér fannst eins og það væri á morgun sem við kveddum árið. Gamlársdagur, dagur uppgjöra. En þar sem ég tók dagavillt er ég ekki tilbúinn með uppgjör. Ég get hvorki valið besta þetta eða versta hitt. Ég get ekki sagt sögur af fylleríum ársins, ég hef bara ekki verið fullur í ár, (og fátt er leiðinlegra en að heyra sögur af ölvun annarra, nærri því jafnleiðinlegt og að heyra frásagnir um drauma).

Samt, algerlega án undirbúnings, í freudísku flæði, læt ég vaða:
Íslensk bók ársins: Spennustöðin, Hermann Stefánsson. Óvænt gleði. Ógleymanleg bók. Kannski er langt síðan bókin kom út en ég las hana í byrjun árs.
Bók árins: The Buried Giant, Kazuo Ishiguro. Ishiguro er snillingur.
Plata ársins: Skeleton Tree, Nick Cave. Hlakka til að sjá Cave á konsert í New York í sumar.
Músikuppgötvun ársins: Buika. Hélt alltaf að hún væri argentínsk. Ég heyrði fyrst í henni í Buenos Aires.
Bjór ársins: Fatamorgana IPA, framleitt af Omnipollo. Sölvi gaf mér að smakka á Skúlabarnum. Bjórgerð í toppklassa.
Atvik ársins: Kaffibolli fyrir utan hús í Barga. Mér fannst gott að láta sólina skína á mig.
Borg ársins: Istanbúl. Lífleg borg, full af köttum og leynilegum þakveitingahúsum
Listupplifun ársins: Koncert í Vancouver. Man ekki hver lék og söng. Ég var bara mjög imponeraður.
Veitingastaður ársins: Osteria Fransicana, Modena. Valinn besti veitingastaður í heimi. Veit ekkert um það hvort hann sé sá besti, en maturinn var góður og stemmningin var góð. Og ekki eyðilagði að ég hafði séð heimildarmynd um stofnanda og höfuðkokk, sjálfan Massimo, fyrr á árinu.
Fótboltaleikur ársins: Ísland – England í EM. Gaman!!
Vindill ársins: Reyktur á svölum LaChiusa í júlí 2016.
Blogg ársins: Kaktusinn (jók)

Það getur vel verið að ég bæti við þennan lista þegar líður á daginn.

Nú man ég að ég ætlaði að setja mynd af húsinu sem ég kíkti á í gær. Hér er það.

img_8791
Húsið á Strandvejen. Villan reyndist í skelfilegu standi. En þarna hefði verið flott að setja upp bjórbar. Flott kaffistétt fyrir utan. 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.