Espergærde. Skáld truflar nætursvefn

Það var nú meiri óróinn í mér í nótt. Ég hálfsvaf í alla nótt fannst mér. Jón Kalman, rithöfundurinn góði, ásótti mig, þannig séð. Mig hafði líka dreymt hann í fyrrinótt og það var vesen á honum. Svo mikið vesen að ég fór að hafa áhyggjur af skáldinu. Ég skrifaði honum e-mail í gær til að heyra hvort hann hefði það ekki gott. Venjulega svarar skáldið eftir 30 sekúndur en í gærkvöldi þegar ég hafði slökkt á öllum raftækjum hafði ég ekki fengið svar. Ég var því ekki alveg rólegur þegar ég lagðist til svefns. Alla nóttina barðist ég sem sagt við hugsanir um Jón Kalman. Meiri vitleysan. Í morgun þegar ég vaknaði beið mín tölvupóstur: „Sá myndina af eldhúsinu, það er aldeilis! Ný innrétting á leiðinni?“ Það var þá ástæða til að hafa áhyggjur af manninum.

Og það er rétt nýtt eldhús á leiðinni. Í morgun frá klukkan 07:00 hafa fjórir menn verðið að stöfum inni í eldhúsinu: Tveir pípulagningarmenn, einn múrari og íslendingur sem er að brjóta upp gólfið.

img_8811
Menn að störfum í elshúsinu á Søbækvej

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.