Espergærde. Máttur Kaktusins

Það er fyndið hvað Kaktusinn áorkar. Í gær óskaði ég eftir að einhver hefði samband við mig krassandi erindi. Þetta var meira sagt í gríni en alvöru, en ég slæ aldrei hendinni á móti góðum tilboðum. Í gær fékk ég boð frá ágætum Íslendingi sem ég hef þekkt í nokkur ár. „Þig langar í eitthvað krassandi,“ byrjaði tölvupóstur hans. Síðan kom stutt lýsing á verkefni sem hann vinnur að og „vantar góðan mann“ með sér. „Ég er á leið til Danmerkur með félaga mínum og er í Kaupmannahöfn þann 18. janúar og hefði áhuga á að mæla mér mót við þig. Hvað segirðu annars um að hittast klukkan 11:00 hjá þér?“

Svo mörg voru þau orð.

Í dag snjóar í Charmonix, sem eykur bjartsýni mína á að maður geti rennt sér á skíðum í næstu viku.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.