Chamonix. Blindhríð í Ölpum

Síðasti dagur í Chamonix og ekki skíðafæri í dag. Hér var hálfgerð blindhríð í morgun og lyftur lokaðar. Við náðum þó að kíkja upp í fjall um tíuleytið og Númi barðist í gegnum storminn niður brekkurnar. Við Daf sátum uppi í veitingasölunni og sátum af okkur hríðina. Sus kom ekki með enda með bólgið hné eftir áreynslu síðustu skíðadaga.

Ég er farinn að hlakka til fundar á miðvikudaginn sem boðað var til fyrr í mánuðinum.

dagbók

Skildu eftir svar