Espergærde. Verðlaunagetraun.

Kaktusinn veitir þeim sem svarað getur spurningunni hér að neðan vegleg verðlaun. Spurt er: Hvaða rithöfundur talar svo fallega um Mávinn eftir Anton Tsjekhov?

„Hvaða bók ertu að lesa?
Ég er að lesa Mávinn eftir Anton Tsjekhov. Leikrit sem ég hef í mörg ár lesið aftur og aftur. Leikrit sem ég hef séð margoft í ólíkum uppsetningum. Mávurinn er leikrit um þrá. Þrá eftir ást. Leikrit um þránna að skrifa eitthvað sem er svo stórfenglegt að það gerir gæfumun. Mávurinn er um þrá eftir eigin lífi. Lífið sem maður fangar í hálft sekúndubrot eitt sumarkvöld þegar sólin er að setjast. Ég verð veik af þrá eftir mínu eigin lífi þegar ég les leikritið. Ég á bara ekki orð til að lýsa hvað mér þykir mikið til þessa verks koma, hvað það hefur mikla þýðingu fyrir mig.“

Hvað rithöfundur á þessi orð? Verðlaun: 12 bjórar á bar að eigin vali og ein lakkríspípa með rauðum eða gulum sykurtoppi.

dagbók

Skildu eftir svar