Espergærde. Í lakkríspípustuði

Já, lesendur Kaktussins voru óðir í að vinna sér inn verðlaun í gær. Eftir að hafa sett skemmtilega, í raun glimdrandi skemmtilega, getraun á fót varð Kaktusinn undir svaraflóði. En enginn þeirra sem sendi svör hafði rétt fyrir sér. Flestir töldu að Hallgrímur Helgason hefði átt þessi fallegu orð um Máv, Antons Tsjekhovs, sem er algerlega alvitlaust þar sem hann af tvennum ástæðum hefði aldrei sagt: „Ég verð veik af þrá eftir mínu eigin lífi.“ En sumir giskuðu á Jón Viðar Jónsson sem er jafnalvitlaust. Einhver sagði J. K Rowling, og annar giskaði á Kate Atkinson, E.L. Gray, Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Margreti Atwood. Enginn hafði rétt fyrir sér.

Ég drekk sjálfur bjórana 12 sem ég hafði heitið í verðlaun og vel barinn. Lakkríspípuna sem ég hafði líka lofað að launum borða ég þegar ég er í lakkríspípustuði.

p.s. Frétti frá bókaverslun í Reykjavík að í gær hefði verið spurt hefði verið eftir leikritinu Mávurinn. Bóksalanum fannst rétt að láta mig vita. En þar sem ég þekki síðustu prentútgáfu verksins, (útgefandi Frú Emilía) get ég upplýst að bókin með hinu prentaða leikriti er uppseld. Fyrir löngu.

p.p.s fyrir þá sem óska eftir upplýsingum um dagskrá dagsins í dag, mánudagsins 16 janúar 2017, get ég upplýst að fram til klukkan 13:00 undirbý ég útgáfu á bók efir rúmanskan höfund, E.O. Chirovichi og frá klukkan 13:00 – 15:00 er fundur með manni sem hefur meðferðis upplýsingar sem ég þarf að nota fyrir fund á miðvikudag. Eftir klukkan 15:00 er frjáls dagur. Klukkan 18:00 erum við boðinn í hamborgara hjá duglega manninum, Thomasi og duglegu konunni Anne Dorthe. Það er ekkert eldhús heima hjá mér vegna eldhúsframkvæmda og því hafa þessi hjálpsömu hjón og nágrannar okkar boðið okkur að borða hamborgara með þeim í kvöld.

p.p.s Er aftur byrjaður að lesa The Buried Giant eftir Kazuo Ishiguro í mótmælaskyni við allt það flóð af bókum sem ég þarf að lesa en vekja ekki áhuga minn.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.