Ho. Mér mætti sápuilmur þegar ég opnaði dyrnar að skrifstofunni í morgun. Skúringar gærdagsins lágu enn í loftinu. Nóttin var ekki alveg búin. Ég gekk inn og tók eftir að það er ögn bjartara nú en hefur verið. Sápa og ljós. Hjá mér vöknuðu hugmyndir um vor.
Helstu fréttir gærdagsins: Keypti þriðjungshlut í tennisvél.
ps. Tók mynd af bókum í hillunni heima fyrr í vikunni. Þar á meðal af Svörtu línunni sem gefin var út af Bjarti. Jón Karl átti allan heiðurinn af þessari góðu bókmenntaröð sem var rós í hnappagat Bjarts. En ég tók eftir að mig sárlega vantar eina bók úr seríunni. Mynd af ósýnilegum manni eftir Paul Auster.