Í gærkvöldi fékk ég heimsókn frá Íslandi. Ég hafði unnið á forlagsskrifstofunni nánast sleitulaust frá því snemma morguns og þar til lestin stoppaði við brautarpallinn klukkan 22:27. Út steig Jón Karl, sem verður gestur minn þessa helgi. Það var ánægjulegt að sjá kunnulegt göngulag í myrkrinu við lestarteinana og taka á móti mínum gamla félaga og samstarfsmanni.
Eftir langan vinnudag, var notalegt að spjalla fram á nótt við hinn vitra mann sem gat frætt mig um svo margt sem ég hef ekki náð að skilja.