Espergærde. Kærkomin heimsókn

Í gærkvöldi fékk ég heimsókn frá Íslandi. Ég hafði unnið á forlagsskrifstofunni nánast sleitulaust frá því snemma morguns og þar til lestin stoppaði við brautarpallinn klukkan 22:27. Út steig Jón Karl, sem verður gestur minn þessa helgi. Það var ánægjulegt að sjá kunnulegt göngulag í myrkrinu við lestarteinana og taka á móti mínum gamla félaga og samstarfsmanni.

Eftir langan vinnudag, var notalegt að spjalla fram á nótt við hinn vitra mann sem gat frætt mig um svo margt sem ég hef ekki náð að skilja.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.