Espergærde. Höll framkvæmdanna

Í nótt lá ég vakandi. Ég gat ekki sofið. Hugurinn fór hina skrítnu vegi, eins og oft þegar maður liggur vakandi í nóttinni. Inn  um gluggann, í gegnum rifu á gardínunni, kom örlítil skíma frá götunni.  Allt húsið lyktaði af framkvæmdum – höll framkvæmdanna, eins og gamall félagi min kallaði húsið mitt í gær. Í loftinu var málning, ryk og sag og ég velti því fyrir mér hvort þessi framkvæmdalykt hefði vakið mig.

Skyndilega tók hugurinn óvænta stefnu; er til ljósmynd af mér með foreldrum mínum? Allt í einu var þetta aðþrengjandi spurning. Er til ljósmynd af mér með bróður mínum eða systur? Ég held ekki. Ég man ekki til að í þessum heimi sé til ljósmynd af mér með fjölskyldu minni. Þær ljósmyndir sem ég man eftir eru af mér einum. Ég brosi inn í myndavélina, bakgrunnurinn er þokukenndur. Ég er með kanínutennur og síða ljósa lokka.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.