Espergærde. SMS-samskipti

„Takk fyrir í gær. Gaman! 
Ekki vissi ég að þú værir forleggjari.
Þú hlýtur að hafa 
eignast marga
góða vini en kannski ekki
síður óvini.“

„Takk sömuleiðis.
Óvini? Why? Hvaða óvini ætti ég

að hafa eignast? “

„Höfundana. Sumir listamenn eru
skelfilegir naflaskoðarar.
Reiði þeirra er gömul,
uppsöfnuð – við slíkri
reiði er ekkert að gera.“

„Það er kannski rétt hjá þér með gamla
reiði, 
vini og óvini. Ég á bara einn óvin.
Í prinsippinu hef ég ekkert á móti óvinum.
Það þýðir bara að maður hefur
ástríðu fyrir því sem maður gerir.
Ég legg mig þó fram um að
koma almennilega fram við fólk.“

„Þú ert stríðnispúki.“

(Þýtt úr dönsku)

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.