Espergærde. Málverk

Ég lærði það í gær – ég las viðtal við nýbakaðan, enskan verðlaunahöfund – að það þýddi ekkert að bíða þess að andinn kæmi yfir mann ef maður ætlaði að skrifa bók eða bækur. Maður ætti bara að setjast niður og skrifa. Ekkert hik. Nú þegar ég hef opnað Kaktusdagbókina, án þess að hafa hugsað um hvað ég ætla að setja á blað, verður mér hugsað til enska höfundarins. Bara skrifa.

Annars varð mér hugsað til þess í morgun þegar ég virti fyrir mér stóran auðan vegg heima hjá mér að mig langaði að fá stórt málverk á þennan vegg. Veggurinn sem er í gangi frá forstofunni hefur alltaf verið bak við skáp. En nú hef ég rifið skápinn niður svo eftir stendur þessi líka auði veggur. Við eigum frábærlega fallegt málverk eftir Eggert Pétursson en nú langar mig í nýtt málverk. Kannski eftir Georg Guðna, Húbert Nóa, Gunnar Karlsson eða Arngrím Jón Sigurðsson. Svo langar mig líka í skúlptúr eftir Guðjón Ketilsson.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.