Espergærde. kaktusinn.is

Það var aldeilis óvænt gjöfin sem ég fékk í gær frá einum kunningja mínum sem hefur stundum hjálpað mér með tölvumál. Ég varð bæði glaður og undrandi.

„Kæri félagi, ég hef stundum lesið dagbókina þína sem þú kallar Kaktus. Ég ætla nú ekki að fara að hæla þér fyrir skrifin, þú verður bara montinn af því. En það hefur pirrað mig ítrekað að ég þarf alltaf að googla hvað url-ið er. Það hefur verið alltof flókið fyrir mann með takmarkaða greind og lélegt minni að kalla fram wordpress.katusinn.com eða hvað það nú var. Ég hef því sett peninga í prójektið, heilar 300 krónur og keypt fyrir þig lénið kaktusinn.is. Það er adressa sem meira að segja ég get munað. Gerðu svo vel. Og reyndu nú að skrifa eitthvað af viti.“

Svona hljóðaði gjafabréfið og nú hef ég sett vefinn upp. Hér eftir er hægt að fara beint inn á kaktusinn.is.

 

 

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.