Espergærde. Staða á laugardagsmorgni

Enn er Steffen múrari mættur snemma laugardagsmorguns. Nú á meðan ég sit inni í stofu heyri ég sýsl hans frá eldhúsinu þar sem hann sker flísar sem eiga að passa í kringum útsogsramma á veggnum. Hann er duglegur múrari hann Steffen.

Daf situr hér hjá mér og spilar tölvuspil á símanum sínum. Hann segir ekki svo margt þegar  iPhoninn hefur fengið óskipta athygli hans. Sus athugar mataruppsriftir á tölvunni og Númi er nýkominn heim  og farinn i sturtu eftir að hafa gist hjá Tobiasi í nótt.  Sjálfur hef ég hengt upp lampa úti í gangi, tengt nýja dyrabjöllu og hengt upp statív inni á ba’herbergi. Svona er nú staðan hér a Söbækvej á laugardagsmorgni.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.